Sunnudagur 28. mars 2010 kl. 17:40

Margir í vorgolfi í Leirunni

Það voru margir sem nýttu sér blíðuna í vikunni og léku golf í Leirunni. Hólmsvöllur er í mjög góðu ásigkomulagi miðað við árstíma og var leikið inn á allar sumarflatir. Þeir fjölmörgu kylfingar sem mættu voru í skýjunum að komast í gott vorgolf á góðan völl á þessum árstíma.
Hólmsvöllur hefur verið opinn á sumarflatir í nánast allan vetur. Vetrarflatir hafa aðeins verið í nokkrar vikur og aðsókn á völlinn hefur aldrei verið meiri en stóran hluta vetrar var hann þó eingöngu opinn félagsmönnum GS. Meðfylgjandi 3 mín. myndskeið var tekið í Leirunni í vikunni þegar á annað hundrað manns mættuog léku golf.