Már og Max ásamt bíómyndatónlist í Suðurnesjamagasíni
Már Gunnarsson sundkappi og tónlistarmaður er gestur okkar í Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Í þættinum kynnir hann okkur fyrir Max, sem er leiðsöguhundur sem Már var að fá í sína þjónustu. Við sjáum skemmtilegar klippur frá Tokyo og heyrum brot úr tónlist sem Már hefur verið að vinna með og gefa út.
Í síðari hluta þáttarins fáum við svo sýnishorn af bíómyndatónlist sem Kvennakór Suðurnesja flutti á tónleikum í Duus Húsum á dögunum.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30.