Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 18. nóvember 2019 kl. 10:41

Málefni Suðurnesja á Alþingi rædd í Suðurnesjamagasíni

Silja Dögg Gunnarsdóttir var á dögunum kosin forseti Norðurlandaráðs fyrir árið 2020 en Ísland tekur þá við formennskunni af Svíþjóð. Næsta Norðurlandaráðsþing fer því fram í Reykjavík í lok október næsta árs. Oddnýju Harðardóttur var kosin varaforseti Norðurlandaráðs.

Þær Silja og Oddný voru gestir okkar í Suðurnesjamagasíni í síðustu viku þar sem þær ræddu Norðurlandamál og nokkur af helstu málum á Alþingi sem snerta Suðurnes.

Viðtalið er í spilaranum hér að ofan.