Fimmtudagur 31. ágúst 2017 kl. 20:00

Makríll, nýtt sparkhús og íbúðir á Ásbrú

— í nýjasta þætti Suðurnesjamagasíns á Hringbraut og vf.is

Það er aftur kominn fimmtudagur og það er aftur kominn nýr þáttur af Suðurnesjamagasíni Sjónvarps Víkurfrétta.
 
Í þessari viku byrjum við þáttinn á setningu Ljósanætur í Reykjanesbæ. Þaðan förum við á makríl skammt undan landi við Keflavík. Rætt er við hafnarstjórann og makrílverkanda.
 
Í síðari hluta þáttarins förum við á Ásbrú. Annars vegar kíkjum við í „Sparkhúsið“ eða gömlu sundlaug Varnarliðsins sem hefur fengið annað hlutverk í dag og hefur verið breytt í knattspyrnuhús. Þá kynnum við okkur íbúðir á Ásbrú sem eru að fara á almennan markað.
 
Þátturinn er á dagskrá Hringbrautar á fimmtudagskvöld kl. 20:00 og aftur kl. 22:00. Þáttinn má nálgast hér að neðan í háskerpu.