Magnús Tumi ræddi jarðhræringar við Grindvíkinga
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands ræddi við Grindvíkinga í dag í menningarmiðstöðinni Kvikunni í Grindavík. Hann fór yfir stöðu mála og tók við spurningum bæjarbúa.
Þá ræddi hann sérstaklega við pólska íbúa Grindavíkur og fór yfir jarðfræði svæðisins með þeim.
Víkurfréttir ræddu við Magnús Tuma eftir fundinn.