Magnaðar myndir í beinni frá gosstöðvunum
Sjá má magnaðar myndir í lifandi streymi Ísaks Finnbogasonar, ljósmyndara Víkurfrétta frá gostöðvunum.
Sérfræðingar segja gosið það stærsta hingað til. Þegar þetta er skrifað á fimmta tímanum hafa allir sem staddir eru í Grindavík, íbúar og viðbragðsaðilar verið kallaðir út úr bænum.
Nokkrar óvæntar sprengingar hafa orðið á svæðinu og brúnn og mikill reykur hefur myndast. Sagt er að það sé vegna þess að hraunið hefur komið í grunnvatn og ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur.