Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 23. janúar 2020 kl. 17:20

Má bjóða þér Orly djúpsteiktan sviðakjamma með béarnaise?

Þeir fara ótroðnar slóðir á matstofunni Réttinum í Keflavík. Þeir bjóða djúpsteikt svið í Orly deigi með Béarnaise sósu á föstudögum. Fréttamenn Sjónvarps Víkurfrétta eru matmenn og gátu ekki sleppt þessu tækifæri og fóru á Réttinn til að smakka þjóðlegan rétt, matreiddan á annan hátt en venjulega.