Lýðheilsa, Hópsnes, eldgos og Vinurinn vor í Suðurnesjamagasíni
Það er fjölbreyttur og myndarlegur þáttur af Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta í dymbilviku. Í þætti vikunnar fræðumst við um Hópsnes við Grindavík, sjáum magnaðar myndir af eldgosinu í Geldingadölum, kynnum okkur lýðheislu í Reykjanesbæ og sjáum myndband við nýjasta lag Más Gunnarssonar þar sem hann og Íva flytja flott lag sem minnir okkur á að stutt er í sumar og sól.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is öll fimmtudagskvöld kl. 21:00. Þáttur vikunnar er sá fjórtándi sem við framleiðum á þessu ári.