Lögreglan skellti sér í ísbað
Til styrktar MND félagsins
Nokkrir galvaskir kappar í lögreglunni á Suðurnesjum tóku sig til og böðuðu sig í ísvatni til styrktar góðu málefni. Eins og eflaust margir hafa orðið varir við þá gengur vinsæl áskorun á netinu þar sem fólk hellir yfir sig fötu af köldu vatni, birtir svo myndband á netinu og skorar á aðra að gera slíkt hið sama. Það er þó ekki allt og sumt, en tilgangurinn með þessu er að láta gott af sér leiða. Það gerðu lögregluþjónarnir okkar að sjálfsögðu en þeir styrkja MND félagið og skora á félaga sína í lögreglunni á Akureyri, Höfuðborgarsvæðinu og Selfossi að gera slíkt hið sama. Hér að neðan má sjá myndbandið frá baðferð lögregluþjónanna svellköldu.