Þriðjudagur 13. apríl 2010 kl. 19:46

Loftþrýstingur féll í farþegarými

Loftþrýstingur féll í farþegarými bandarísku Boeing 767 þotunnar sem þurfti að lenda í Keflavík í dag. Tilkynnt var um undarlega lykt í vélinni sem menn héldu vera einhverjar eiturgufur og því ekki annað að gera en að lenda á næsta flugvelli. Í lestum þotunnar var meðal annars hættulegur farmur.


„Þetta voru gámar sem innihalda hættuleg efni og það er mögulegt að gufur frá þeim hafi lekið inn í farangursrýmið þegar flugmaðurinn varð að setja á handvirkan búnað þegar þrýstingur lækkaði skyndilega í farþegarýminu.
Við ætlum að klára að ganga úr skugga um innihaldið í kössunum og reyna að fá endanlega botn í málið,“ sagði Fróði Jónsson aðstoðarslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta í dag og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.


Fréttamaður: Páll Ketilsson
Myndataka og klipping: Hilmar Bragi Bárðarson