Föstudagur 26. febrúar 2010 kl. 16:04

Loðnufrysting á fullu

Loðnufrysting stendur nú sem hæst hjá Saltveri í Njarðvík og hefur verið unnið á sólarhringsvöktum síðustu fjóra sólarhringana. Búið er að frysta 400 tonn af hrognum og 500 tonn af loðnu. Að sögn Þorsteins Erlingssonar, útgerðarmanns, stefnir í stutta loðnuvertíð enda sé þetta sá minnsti kvóti sem gefinn hafi verið út í 20 ár.
„Auðvitað vonumst við eftir meiri kvóta en einhvern veginn finnst manni andrúmsloftið þannig að það verði ekki mikið. En það munar um allt þó ekki væru nema 20-30 þúsund tonn, sem telst ekki mikið.

VFmynd/elg.