Ljósleiðari og góð staða Grindavíkur í Suðurnesjamagasíni vikunnar
- ásamt ósigruðum Keflavíkurstúlkum í Árnafréttum
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is núna kl. 20:00. Vel rekinn Grindavíkurbær og ljósleiðaratengingar á Suðurnesjum eru viðfangsefni okkar að þessu sinni. Þá heimsótti Árni Þór ósigraðar körfuknattleikskonur úr Keflavík.
Í Grindavík er verið að byggja nýtt íþróttahús og aðstaða við höfnina er að taka stakkaskiptum með endurnýjuðum hafnarkanti. Þá er framundan Sjórarinn síkáti sem dregur mannfjölda til bæjarins. Við hittum Fannar Jónasson bæjarstjóra í Grindavík og fórum yfir stöðu mála í þessu vel stæða bæjarfélagi.
Í síðari hluta þáttarins kynnum við okkur hvaða Míla er að gera í ljósleiðaratengingum í Reykjanesbæ, en betri nettengingar hafa lengi verið baráttumál íbúa í bænum.