Lítur framtíðina björtum augum
Már Gunnarsson er efnilegur 13 ára strákur sem býr með fjölskyldu sinni í Njarðvík. Hann á sér margvísleg áhugamál en sjálfur segist hann hafa áhuga á öllu mögulegu. Tónlist og sundíþróttin skipa sérstakan sess hjá Má en hann þykir ansi efnilegur á báðum sviðum og er honum jafnframt spáð nokkrum frama í hvoru því sem hann kýs að leggja fyrir sig.
Már fæddist með sjúkdóm í augnbotnum sem ber heitið Leber congenital amaurosis eða (LCA). Sjúkdómurinn er ólæknandi og arfgengur í karllegg. Frá fimm ára aldri hefur sjón Más hrakað mjög en sjón hans er nú talin vera um 1% af því sem telst eðlileg sjón. Hann lætur það ekki aftra sér en Már stundar sund af kappi, þeysist um á kappastursbílum, teflir og semur popptónlist.
Í meðfylgjandi innslagi fylgjumst við með Má í hjá píanókennaranum sínum, förum með honum í sund og tökum eins og eina skák. Í innslaginu er skemmtilegt spjall við Má, Gunnar Má föður hans og einnig Bjargey píanókennara.