Mánudagur 7. júní 2010 kl. 15:03

Litskrúðugir Grindvíkingar í göngu

Hún var svo sannarlega litskrúðug skrúðganga Grindvíkinga á föstudagskvöldið þegar þeir söfnuðust saman úr sínum hverfum og stefndu allir sem einn á hátíðarsvæði Sjóarans síkáta við höfnina í Grindavík.


Fremstir fóru íbúar appelsínugula hverfisins, þá komu þeir rauðu, síðan grænir og bláir gengu aftast.


Myndatökumaður Víkurfrétta var í göngunni og tók upp meðfylgjandi myndskeið sem hefur verið skreytt með samba-tónlist sem lýsir örugglega best stemmningunni í göngunni.

Myndband: Hilmar Bragi Bárðarson