Lífsgæðaaukandi tónlist og harðfiskurinn einn sá besti á landinu
„Þetta er mjög lifandi og skólastjórastarfið er miklu skemmtilegra en ég gerði ráð fyrir. Tónlist er náttúrlega lífsgæðaaukandi og sýnir sig kannski best þegar elsti nemandinn er 85 ára,“ segir Halldór Lárusson, skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis í Suðurnesjamagasíni vikunnar sem sýnt er á Hringbraut og vf.is kl. 19:30 á fimmtudagskvöld. Í þætti vikunnar af Suðurnesjamagasíni er einnig tekið hús á trillukörlum i Sandgerði sem eru í harðfiskframleiðslu og gera að margra mati einn besta harðfisk landsins.