Lífið er fiskur og franskar
Jóhann Issi Hallgrímsson og Hjördís Guðmundsdóttir kona hans reka tvo veitingastaði, annan á Fitjum í Reykjanesbæ - og hinn er á ferðinni getum við sagt. Issi, eins og hann er alltaf kallaður og staðurinn heitir eftir, er matreiðslumeistari að mennt og hefur verið viðloðandi fisk frá unga aldri og kannski ekki skrýtið þar sem hann hefur búið í Grindavík nær alla tíð. Þar er lífið fiskur og þannig að það núna hjá Issa og Hjördisi. Lífið er fiskur og franskar hjá þeim, en það er einn þekktasti skyndibiti í heimi en nýlega bættust gellur á matseðilinn.