Lífið á Suðurnesjum í vikulegum sjónvarpsþætti
– Sjónvarp Víkurfrétta öll fimmtudagskvöld á ÍNN
Ragnar Guðleifsson dýrafangari og meindýraeyðir fékk all sérstakt verkefni á dögunum þegar hann fjarlægði fimm súlur úr sprengjuskýli á Patterson-flugvelli. Ragnar og súlurnar eru í þætti vikunnar.
Sigurður Stefánsson kafari fékk það verkefni að bjarga fiskibátnum Gottlieb GK úr fjörunni í Hópsnesi. Við tókum hús á Sigurði og hann sagði okkur frá köfuninni.
Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, var gestur okkar í myndveri Víkurfrétta þar sem hann fór yfir sögu Ásbrúar og þess þróunarverkefnis sem þar er verið að vinna. Hluti af því viðtali er í þætti vikunnar hjá Sjónvarpi Víkurfrétta. Viðtalið í heild verður einnig aðgengilegt á vef Víkurfrétta síðar í dag.
Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá ÍNN öll fimmtudagskvöld kl. 21:30. Þátturinn er aðgengilegur hér að neðan í HD.