Föstudagur 19. september 2014 kl. 09:32

Lífið á Suðurnesjum í nýjasta þætti SVF

– Sjónvarp Víkurfrétta í HD hér á vef Víkurfrétta

Nýjasti sjónvarpsþáttur Sjónvarps Víkurfrétta [SVF] sýnir lífið á Suðurnesjum. Í þætti vikunnar er farið í gróðursetningarátak með grunnskólabörnum á Ásbrú og rætt við Eggert Sólberg Jónsson hjá Reykjanes jarðvangi um umbrot við Gunnuhver.

Þá kíkjum við í 70 ára afmæli Garðskagavita og birtum innslag um pútt eldri borgara á Mánaflöt í Keflavík en púttið er vinsæl hreyfing og útivera yfir sumarmánuðina.