Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 10. nóvember 2023 kl. 20:53

Líf og líðan Grindvíkinga á skjálftatímum

Það er aðeins eitt viðfangsefni í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta að þessu sinni. Líf og líðan fólks í Grindavík á þessum sérstöku tímum þegar jörð skelfur með miklum látum.

Víkurfréttir tóku hús á Hilmi Sveinssyni og móður hans, Sólnýju Pálsdóttur, síðdegis á fimmtudag. Þá hafði daginn áður gengið yfir snörp skjálftahrina. Hilmir er með Downs-heilkenni og á erfitt með að skilja hvað gengur á í náttúrunni. Sólný lýsir lífinu í Grindavík í skugga skjálftanna mjög vel.

Sólarhring eftir að viðtalið var tekið hófst hrina sem stendur enn yfir þegar þetta er skrifað. Viðtalið endar einmitt á myndskeiði sem Sólný tók síðdegis í Grindavík og lýsir þeim hörmungum sem fólkið býr þar við vegna skjálftanna.