Fimmtudagur 18. mars 2010 kl. 19:30

Latabæjar Magnús segir bland í poka nauðsynlegt

„Það eru mjög miklir möguleikar á Suðurnesjum. Ég held að það sé ekkert svæði hér á landi sem á jafn mikla möguleika í fjölbreyttri atvinnustarfsemi í framtíðinni,“ sagði Magnús Scheving, frumkvöðull eftir fyrirlestur hans í Virkjun, miðstöð atvinnulausra á Ásbrú.


Magnús segir mikilvægt að sprotafyrirtæki fái tækifæri en ekki sé þó hægt að stóla eingöngu á þau í atvinnuuppbyggingu. „Þetta þaf að vera bland í poka,“ sagði hann.

Magnús kemur víða við í skemmtilegu viðtali við fréttamenn vf.is, Pál Ketilsson og Hilmar Braga Bárðarson, eins og álit hans á eiginkonu Bandaríkjaforseta og samstarf við hana.