Kynna nýtt hverfi í Grindavík
Grindavíkurbær mun kynna tillögu að nýju deiliskipulagi norðan við Hópsbraut á íbúafundi í Gjánni kl. 18:00 í dag, miðvikudag. Fundinum verður jafnframt streymt á Youtube-síðu bæjarins.
Í hverfinu er gert ráð fyrir að fjöldi íbúðaeininga verði allt að 384 og að þar verði byggður upp nýr leikskóli ásamt því að lóð er skilgreint fyrir hverfisverslun eða aðra þjónustu. Skilgreindar eru öruggar umferðarleiðir fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur. Svæðið er stutt frá Hópskóla og íþróttasvæði Grindvíkurbæjar.
Meðfylgjandi frétt er tölvugert myndband sem gefur betri mynd af því hvernig fullbyggt hverfi mun líta út.