Kvennaþáttur frá Suðurnesjamagasíni
Við höldum uppi merkjum kvenþjóðarinnar í Suðurnesjamagasíni í þessari viku og ræðum við tónlistarkonuna Fríðu Dís Guðmundsdóttur en hún var að gefa út sína fyrstu sólóplötu. Úr tónlistinni förum við á bílaverkstæði þar sem Rakel Heiðarsdóttir ræður ríkjum.
Í lok þáttar kíkjum við á elda efni úr Suðurnesjamagasíni en þátturinn fór í loftið í sjónvarpi fyrir 7 árum síðan.