Kvennakórinn í bíómyndastuði
Fyrri bíótónleikar Kvennakórs Suðurnesja voru haldnir í bíósal Duus safnahúsa í vikunni en þeir seinni verða sunnudagskvöldið 19. september. Góð stemmning var og kvennakórinn í góðum gír. Þær sungu mörg þekkt lög úr bíómyndum.
Vegna sóttvarnarreglna þarf að panta miða fyrirfram með því að senda skilaboð til Kvennakórs Suðurnesja á facebook, einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected].