Krúttlegar kisur, stelpur í kvikmyndagerð og snjómokstur í Suðurnesjamagasíni
Í Reykjanesbæ er starfrækt athvarf fyrir villiketti og ketti sem fara á vergang. Nú eru þar á annan tug katta sem bíða þess að eignast varanlegt heimili eða komast á fósturheimili. Við heimsækjum athvarf villikatta og sýnum ykkur krúttlegar kisur í þætti vikunnar.
Stelpur filma er nafn á námskeiði sem haldið var í Reykjanesbæ í síðsutu viku þar sem stúlkur á unglingastigi grunnskóla bæjarins voru hvattar áfram í kvikmyndagerð. Námskeiðið var haldið af RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík en afrakstur námskeiðsins verður sýndur á RIFF á næsta ári.
Við endum svo þáttinn á innslagi sem gert var í ársbyrjun 2020 á vakt með snjóruðningsmönnum á Keflavíkurflugvelli.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagkvöldum kl. 19:30.