Krúttlegar kisur í Grindavík
Guðbjörg Hermannsdóttir, formaður Kynjakatta, ræktar norska skógarketti og er með sjö slíka á heimilinu. Hún eignaðist sinn fyrsta kött fyrir tíu árum síðan, norskan skógarkött. Kötturinn heillaði hana upp úr skónum og síðar hóf hún ræktun á norskum skógarköttum og ræktar nú í samstarfi við vinkonu sína. Sjónvarp Víkurfrétta kíkti til Guðbjargar í Grindavík á dögunum.