Kröftugar þrumur og eldingar - myndskeið
	Mikið gjörningaveður gekk yfir Reykjanesbæ og nærsveitir nú áðan með kröftugum þrumum og eldingum. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá eina eldinguna og þrumuna sem fylgir í kjölfarið.
	
	Í sundmiðstöð Keflavíkur voru gestir beðnir um að yfirgefa sundlaugina og heita potta á meðan veðrið gekk yfir.

