Kríuvarp og heilbrigðismál á Suðurnesjum í fyrsta Suðurnesjamagasíni eftir sumarfrí
Suðurnesjamagasín er komið aftur á dagskrá Hringbrautar og vf.is eftir stutt sumarfrí þar sem við endursýndum brot af því besta úr þáttum okkar síðustu mánuði.
Í þessum fyrsta þætti þegar haustið fer að ganga í garð fjöllum við um kríuvarp við Norðurkot í Sandgerði, heyrum í fulltrúum ríkisstjórnar og sveitarfélaga á Suðurnesjum en ríkisstjórnin kom til sumarfundar á Suðurnesjum í vikunni. Þá sjáum við fallegar næturmyndir frá eldgosinu í Fagradalsfjalli.
Suðurnesjamagasín er á Hringbraut öll fimmtudagskvöld kl. 19:30 og þátturinn er frumsýndur á vf.is á sama tíma.