Kríurnar við Norðurkot í aðalhlutverki - myndskeið
Kríurnar við Norðurkot í Sandgerði eru í aðalhlutverki í fyrsta þættinum af Suðurnesjamagasíni eftir sumarfrí. Þátturinn verður sýndur á Hringbraut og vf.is kl. 20:30 í kvöld, fimmtudagskvöldið 22. ágúst.
Í þættinum sýnum við einnig innslag úr Menntaskólanum á Ásbrú, segjum frá fjórhjólaferð þvert yfir Ísland og sýnum brot frá Snúru-tónleikum í Sandgerði.
Athugið að þátturinn var auglýstur á dagskrá kl. 21:30 en réttur sýningartími er kl. 20:30. Suðurnesjamagasín er svo endursýnt á tveggja tíma fresti í sólarhring.