Þriðjudagur 13. október 2015 kl. 09:57

Krissi lögga og umferðarfræðslan

– Sjónvarp Víkurfrétta kynnir sér umferðarfræðslu í leik- og grunnskólum

Kristján Freyr Geirsson er bara kallaður Krissi lögga af börnunum í leik- og grunnskólum á Suðurnesjum. Hann hefur verið lögreglumaður í 28 ár og séð um umferðarfræðslu skólabarna.

Sjónvarp Víkurfrétta tók hús á Krissa löggu þegar hann fræddi nemendur í Háaleitisskóla á Ásbrú um umferðaröryggismál á dögunum. Innslagið má sjá hér að neðan.