Krílasálmar í Garði og íbúðir rjúka út í Reykjanesbæ
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is í kvöld, fimmtudagsköld. Við leitum fanga eftir skemmtilegu efni í þáttinn í hverri viku og að vanda hljóp eitthvað á snærið hjá okkur.
Við skoðum nýjar íbúðir og ræðum við byggingaverktaka sem hefur byggt og selt tugi íbúða í vinsælast hverfi Reykjanesbæjar.
Í Garði í Suðurnesjabæ er hugað að ungum mæðrum og við kíkjum í mömmumorgun en þar mæta mömmurnar með ungabörn í skemmtilega stund.
Þá fáum við myndskeið frá frábærum góðgerðartónleikum í Stapa.
En við hefjum leikinn í Innri-Njarðvík og fræðumst um fasteignamarkaðinn og skoðum nýjar íbúðir.