Krakkakosningar í Heiðarskóla
Í vikunni fóru fram krakkakosningar í Heiðarskóla þar sem nemendum gafst tækifæri til þess að kjósa en undirbúningur kosninganna fór þannig fram að nemendur horfðu á stutt myndbönd frá hverjum flokk sem kynntu málefni sín.
Nemendum fannst gott að fá að sjá myndböndin þar sem þau hjálpuðu þeim að mynda skoðun á málefnum og flokkum en þau voru flest sammála um að flokkarnir hefðu talað um það sama. Þá fannst þeim Barnasáttmálinn einnig oft nefndur.
Umræðan á göngum skólans var töluverð fyrir kosningarnar og finnst nemendum mikilvægt að allir geti fengið að hafa sínar skoðanir, fái að taka þátt og æfa sig í því hvernig það sé að kjósa. Krakkarnir í Heiðarskóla voru einnig sammála því að þessar kosningar hafi verið góð æfing og hjálpað þeim að skilja hvernig kosningarferlið gangi fyrir sig.
Hér að ofan má sjá viðtöl við nemendur og skólastjórnendur Heiðarskóla.