Föstudagur 3. október 2014 kl. 09:24

Körfubolti, Fjölsmiðja, fiskur, hænur og réttir

– Nýjasti þáttur SVF kominn á vefinn í HD-myndgæðum

Nýjasti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta, þáttur nr. 28, er orðinn aðgengilegur hér á vf.is í háskerpu. Í þættinum kynnum við okkur sjávarútveg í Grindavík, tökum hús á Fjölsmiðjunni, gefum hænum nafn og förum í Þórkötlustaðaréttir í Grindavík. Í síðari hluta þáttarins kynnumst við svo körfuboltafjölskyldunni, sem er skemmtilegt verkefni Körfuknattleikssambands Íslands.