Konur í húsasmíðanámi, Kardemommubærinn og atvinnulífið í Suðurnesjamagasíni
Suðurnesjamagasín Víkurfrétta er á dagskrá Hringbrautar og vf.is í kvöld, fimmtudagskvöld. Þrátt fyrir tímabundinn skell í atvinnuástandinu á Suðurnesjum þá heldur lífið áfram og í hverri viku mætum við með nýjan þátt af Suðurnesjamagasíni þar sem sýnt er frá menningu, mannlífi og atvinnulífinu á Suðurnesjum.
Í þessum þætti tökum við hús á húsasmíðadeildinni í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem óvenju margar konur eru í námi í húsasmíði.
Við förum einnig í Kardemommubæinn og hittum bæjarfógeta og einnig ræningja.
Þá tökum við púlsinn á atvinnulífinu og viðbrögðum við þeim áhrifum sem fall WOW air getur haft á Suðurnesjum.
Svo endum við þáttinn á líflegri syrpu frá Hljómlist án landamæra.