Mánudagur 27. nóvember 2017 kl. 10:59

Kolrassa Krókríðandi endurútgefur fyrstu plötuna sína „Drápu“

Drifkrafturinn þeirra byggðist á því að sanna sig. Þær spiluðu óheflaða tónlist og ætluðu ekki að láta neitt stoppa sig. Fjórar 16 ára stelpur frá Keflavík stofnuðu hljómsveitina Kolrassa Krókríðandi sem varð þjóðþekkt á einni nóttu þegar þær unnu Músíktilraunir árið 1992.

Nú 25 árum síðar endurútgefa þær fyrstu plötuna sína „Drápu“ en í tilefni þess héldu þær útgáfutónleika síðastliðinn laugardag á Húrra í höfuðborginni.

„Við stóðum saman og vorum ónæmar fyrir gagnrýninni. Við létum bara vaða, stanslaust.“
Birgitta Vilbergsdóttir, Elísa Newman Geirsdóttir, Ester Bíbí Ásgeirsdóttir og Sigrún Eiríksdóttir tóku á móti Víkurfréttum í Höfnum og rifjuðu upp gamla og góða tíma.