Knattspyrnukonur framtíðarinnar
- á Keflavíkurmóti geoSilica
Knattspyrnustjörnur framtíðarinnar í kvennaboltanum hafa án efa verið í Reykjaneshöllinni um síðustu helgi á Keflavíkurmóti geoSilica. Um 500 stúlkur á aldrinum 7 til 12 ára tóku þátt í mótinu þar sem leikið var á allt að átta völlum samtímis og mikið fjör í húsinu.
Meistaraflokkur kvenna hjá Keflavík sá um allt utanumhald og mótið þótti heppnast vel og var almenn ánægja hjá stúlkunum sem komu víða að til að keppa.
Meistaraflokkur kvenna hjá Keflavík sá um allt utanumhald og mótið þótti heppnast vel og var almenn ánægja hjá stúlkunum sem komu víða að til að keppa.
Meðfylgjandi innslag var tekið upp á mótinu.