Klassart með tökulag í Suðurnesjamagasíni
Systkinin Smári og Fríða Dís Guðmundarbörn í hljómsveitinni Klassart eru að vinna að nýrri hljómplötu sem kemur út þann 9. maí nk. Þau koma fram í nýjasta þætti Suðurnesjamagasíns, frétta- og mannlífsþáttar sem er aðgengilegur hér á vf.is.
Í þættinum flytja þau lagið All I Need sem hljómsveitin Air hefur gert vinsælt. Í meðfylgjandi myndskeiði er lagið í flutningi Klassart. Njótið!