Klassart með nýtt myndband í spilun
Nýtt myndband með hljómsveitinni Klassart var gefið út á dögunum með laginu Þangað til það tekst.
Lagið er að finna á annarri plötu sveitarinnar, Bréf frá París. Systkinin Fríða Dís, Pálmar og Smári Guðmundsbörn skipa Klassart ásamt Björgvin Ívari Baldurssyni.
Myndbandinu er leikstýrt af þeim Garðari Erni Arnarsyni og Erlingi Jack Guðmundssyni. Það var tekið upp á veitingagúsinu Paddy's í Keflavík á dögunum, eins og greint var frá hér á vef Víkurfrétta. Myndatökumaður var Egill Antonsson.
Myndbandið er nú orðið aðgengilegt hér á vf.is.