Klassart heimsækir leikskóla við upphaf tónlistarhátíðar
Keflavík Music Festival hefst formlega í kvöld og mun standa næstu daga. Systkinin Smári og Fríða Dís í Klassart tóku þó forskot á tónlistarhátíðina í dag með því að heimsækja nokkra leikskóla í Reykjanesbæ og taka lagið fyrir börnin. Eyþór Sæmundsson fylgdi þeim á Garðasel nú síðdegis og tók upp meðfylgjandi myndband.