Klasi gagnavera rís á Ásbrú
– Sjónvarp Vikurfrétta skoðar gagnaverin á Ásbrú
Klasi gagnavera sem nú rís á Ásbrú í Reykjanesbæ er orðinn sá stærsti hér á landi og á eftir að stækka enn frekar. Þannig má búast við að ráðsist verði í enn frekari byggingaframkvæmdir við gagnaver Verne Global strax á næsta ári.
Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, um uppbyggingu gagnavera á Ásbrú.