Kjörtímabilið einkennist af brostnum loforðum
Ragnheiður Elín Árnadóttir í viðtali við Víkurfréttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir sækist eftir því að fá að leiða áfram lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Ragnheiður Elín hefur verið á þingi frá árinu 2007 og hefur verið oddviti sjálfstæðismanna á þessu kjörtímabili. Hún er stjórnmálafræðingur að mennt með MS-próf í Alþjóðasamskiptum frá Georgetown háskólanum í Bandaríkjunum.
Jón Júlíus Karlsson, blaðamaður Víkurfrétta, ræddi við Ragnheiði um kjörtímabilið sem senn er á enda. Hún er ekki sátt við frammistöðu ríkisstjórnarinnar í málefnum Suðurnesja á þessu kjörtímabili. Jafnframt stefnir Ragnheiður Elín að því að verða ráðherra fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ríkisstjórn eftir kosningar.
Sjá viðtal hér að neðan.