Kisur, kaninn og kísilver
— í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta
Það er komið að 40. þætti Sjónvarps Víkurfrétta á þessu ári. Í þætti vikunnar heimsækjum við Guðbjörgu Hermannsdóttur í Grindavík sem ræktar norska skógarketti og er formaður Kynjakatta.
Við sýnum einnig 2. hluta umfjöllunar um brotthvarf Varnarliðsins fyrir áratug síðan. Þá fylgjumst við með því þegar kveikt var upp í kísilveri United Silicon í Helguvík. Þar er m.a. rætt við Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóra USi um verksmiðjuna og næstu skref.
Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá ÍNN í kvöld kl. 21:30. Þáttinn má sjá hér að ofan í háskerpu.