Kísilver, karlakórar og krakkarnir á Heiðarseli
- í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta
Nýjasti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta er kominn í háskerpu á netið. Í þættinum tökum við hús á Magnúsi Garðarssyni framkvæmdastjóra United Silicon í Helguvík. Hann segir okkur frá uppbyggingu kísilverksmiðjunnar í Helguvík sem hefur framleiðslu næsta vor.
Við förum á Kötlumót sunnlenskra karlakóra sem haldið var í Reykjanesbæ um síðustu helgi og heimsækjum Heiðarsel sem er 25 ára um þessar mundir. Þá kynnum við okkur læsi leikskólabarna í Reykjanesbæ.
Þátturinn er á dagskrá ÍNN núna kl. 21:30.