Fimmtudagur 19. mars 2020 kl. 20:30

Kíkt í gullkistu Sjónvarps Víkurfrétta í Suðurnesjamagasíni vikunnar

Í Suðurnesjamagasíni í þessari viku förum við á tímaflakk og grömsum lítið eitt í gullkistu Sjónvarps Víkurfrétta.

Í þættinum skoðum við innslag frá því í febrúar 2016 þegar við hittum Samúel Alfreðsson sem á níræðisaldri stundar fjallgöngur af kappi.

Við sjáum líka innslag frá árinu 2017 þegar við heimsóttum skemmtilegan safnara í Keflavík.

Þá rifjum við einnig upp innslag þar sem við skoðuðum gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli áður en hún var jöfnuð við jörðu.