Laugardagur 30. október 2010 kl. 20:58

Kellingaræða Ásmundar

Oddný G. Harðardóttir, þingkona og formaður fjárlaganefndar, gagnrýnir orðaval Ásmundar Friðrikssonar, bæjarstjóra í Garði, á fundi um atvinnumál sem fram fór í Stapa sl. fimmtudag. Oddný sakar Ásmund um forfóma gagnvart konum og vitsmunum þeirra með því að nota orðið „kelling“ um Steingrím Jóhann Sigfússon, fjármálaráðherra.

Víkurfréttir tóku upp ræðu Ásmundar Friðrikssonar á fundinum, ræðu sem Oddný segir niðrandi og vekja upp sterkar tilfinningar og gefa ríkt tilefni til að konur láti í sér heyra.

Ræða Ásmundar er í meðfylgjandi myndskeiði.