Keilir tekur í notkun fullkominn flughermi
– sjáið innslag Sjónvarps Víkurfrétta í háskerpu
Flugakademía Keilis hefur tekið í notkun fullkominn flughermi að gerðinni Redbird MCX. Um er að ræða hreyfanlegan hátækni flughermi sem býður uppá fjölbreytta notkunarmöguleika í þjálfun flugnemenda skólans. Bætist hann við ört stækkandi þjálfunarbúnað fyrir nemendur í einka- og atvinnuflugmannsnámi en hátt í hundrað einstaklingar stunda nú flugnám hjá Keili. Auk þess hefur skólinn um að ráða sjö kennsluvélar að gerðinni Diamond, þar af eina tveggja hreyfla DA-42 sem er fullkomnasta kennsluflugvél á Íslandi.
Sjónvarp Víkurfrétta skoðaði nýja herminn og ræddi við Rúnar Árnason, forstöðumann Flugakademíu Keilis.