Keilir: Fullt í tölvuleikjafræði, háskólabrú og fótagerðarfræði
Nýr framkvæmdastjóri Keilis er ánægður með gang mála hjá Keili á Ásbrú
Jóhann Friðrik Friðriksson er nýr framkvæmdastjóri Keilis, miðstöð fræða og vísinda á Ásbrú og er ánægðuður með gang mála hjá skólanum. Nýlega var kynnt ný braut í skólanum en það er tölvuleikjafræði og svo er fullt í fótaaðgerðafræði sem og mikil aðsókn í Háskólabrú.
VF ræddi við nýja framkvæmdastjórann við opnun skólans í haust.