Keflvískur flugvirki slær í gegn í rússnesku sjónvarpi
- Arnar Pálsson söng Njurguhunar ásamt heimamanninum Evgene Prokopiev.
Arnar Pálsson er flugvirki hjá Icelandair og starfar í Rússlandi. Arnar er frá Keflavík og tók nýlega þátt í „Tveggja stjörnu“ söngvakeppni hjá NVK sjónvarpsstöðinni í Yakutsk í Rússlandi. Þar söng hann lagið Njurguhunar ásamt heimamanninum Evgene Prokopiev.
Arnar syngur lagið á rússnesku og spilar einnig á forláta hljóðfæri. Í lok myndbandsins má svo sjá viðtal við Arnar.