Keflvískir bræður með pólskar rætur að gera góða hluti
Hinn sautján ára pólsk íslenski Alexander Grybos útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem stúdent eftir aðeins tveggja ára nám. Hann söng einnig og spilaði á útskriftarhátíðinni. Alexander æfir einnig knattspyrnu með Keflavík. Þá er Jakob, tólf ára bróðir hans snillingur á píanó.
Þetta var næg ástæða fyrir Sjónvarp Víkurfrétta til að hitta þá bræður og sá hittingur var í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar þar sem þeir stunda báðir nám.