Miðvikudagur 28. september 2011 kl. 18:08

Keflvíkingar lyfta bikarnum að Ásvöllum

Strákarnir í 2. flokki hjá Keflavík urðu bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Haukum/Markaregni í gær. Leikið var á Ásvöllum í Hafnarfirði og var stemningin skemmtileg í lokin þegar að Viktor Smári fyrirliði lyfti bikarnum.

„Loksins kom gullið, þetta er yndisleg tilfinning,“ sagði Viktor í samtali við VefTV Víkurfrétta í lok leiks í gær. „Þetta er vonandi sá fyrsti af mörgum, við höfum alla burði til þess að vinna fleiri.“

Meðfylgjandi er myndband frá Ásvöllum í gær.