Karlakórinn og lóan
Karlakór Keflavíkur á það sameiginlegt með lóunni að hann sýnir sig alltaf á vorin en kórinn var með tvenna tónleika í byrjun maí í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Á tónleikunum var tenórinn Rúnar Guðmundsson sérstakur gestur en hann söng einsöng og fór mikinn í hinu frábæra lagi Hamraborgin.
Tónleikarnir voru vel sóttir og Víkurfréttir litu við og hér má sjá eitt lag karlanna úr sjötugum karlakór.